Nýr formaður IFJ

Philippe Leruth
Philippe Leruth

Í gær var kosinn nýr formaður Alþjóðasamtaka blaðamanna (IFJ) á fundi þeirra í Angers í Frakklandi.  Nýi formaðurinn heitir Philippe Leruth og kemur frá blaðamannasamtökunum „Association générale des tes Professionnels de Belgique“ (AGJPB) í Belgíu.  Hann var formaður AGJPB um 10 ára skeið frá 1995-2005 og var varaformaður Evrópusambands blaðamanna frá 2004- 2013. Hann er blaðamaður á belgíska blaðinu L’Avenir.   Leruth tekur við embættinu af hinum breska Jim Boumelha sem gegndi því frá 2007 – 2016. „Fyrsta áskorun mín er að endurnýja samstöðuna innan IFJ. Ég vil endurvekja samstöðu og tengsl innan Alþjóðasambandsins.  Næsta áskorun er síðan að styrkja fjárhagsstöðu sambandsins“, sagði Leruth í gær.

 Sjá einnig hér