Blaðamenn ritstýra á laun á Facebook

Aidan White, framkvæmdastjóri Tengslanets um siðlega blaðamennsku (EJN) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna skrifar athyglisverðan pistil á heimasíðu samtaka sinna um samanburð á blaðamennsku annars vegar og „algoryþmum“ hins vegar.  Hann gerir frétt í Guardian að umtalsefni þar sem fram kemur að Facebook hefur á laun notað blaðamenn til að ritstýra fréttum sínum. Þessi frétt vegur beint að einni stærstu goðsögn upplýsingabyltingarinnar, að tölvuforrit eða „algoryþmar“ séu jafn  fær og blaðamenn um að skilgreina og meta hvað sé fréttnæmt og hver fréttadagskráin eigi að vera.

Sjá pistil White hér