Alþjóðleg könnun: Umfjöllun um mansal yfirborðsleg segja sérfróðir

Fjölmiðlaumfjöllun um mansal og nútíma þrælahald er iðulega byggð á ófullnægjandi upplýsingum, hún getur verið ósiðleg gagnvart þolendum og leggur óeðlilega áherslu á kynlífsiðnaðinn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri alþjóðlegri könnun sem gerð var meðal ýmissa leiðandi sérfræðinga  í baráttunni við mansal víða vegar í heiminum. Í könnuninni segja 7 af hverjum 10 svarenda að léleg blaðamennska  á þessu sviði geri meira ógagn en gagn. Upphrópanir, einfaldanir og yfirborðsmennska eru lýsingar sem koma sterkt fram í svörum næstum 50 sjálfboðaliða, lögmanna, háskólafólks og löggæslufólks sem tók þátt í könnuninni og eru virkir aðilar í baráttunni gegn mansali sem talið er að hafi áhrif á um 36 milljón manns í heiminum.

Sjá meira hér