BNA: Hlutur kvenna í fréttum minni en karla

Fjölmiðlamiðstöð kvenna í Bandaríkjunum (Women’s Media Center, WMC) hefur sent frá sér nýja skýrslu stöðu kvenna hjá 20 stærstu fréttastöðvum landsins. Er þar að finna tölfræði yfir þær stöður sem konur hafa, vinnuna sem þær framkvæma, ávinning varðandi stöðu kvenna sem orðið hefur og afturfarir frá síðustu skýrslu samtakanna. Þarna er að finna að mörgu leyti sambærilegar upplýsingar og birtar hafa verið um stöðu kvenna í fjölmiðlum í Evrópu. Þessi skýrsla er mjög ítarleg og fjallar um fjölda karl- og kvennfréttamanna  auk þess að greina viðfangsefni kynjanna og framlag þeirra á ýmsan hátt.

Samkvkæmt skýrslunni  vinna karlar 62.3% af fréttaefni því sem kannað var  fyrir árið 2016 en konur unnu 37.77%. Þetta eru nánast nákvæmlega sömu hlutföll og komu fram í könnuninni fyrir 2015. Séu ljósvakamiðlar einir og sér skoðaðir kemur í ljós að hlutur kvenna í fréttum, sem þulir, fréttamenn eða fréttaritarar, beinlínis minnkakði úr 32% árið 2015 niður í 25,2% í fyrra. 

Sjá skýrsluna í heild hér