Stjórn BÍ undirbýr stofnun Neyðarsjóðs

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Stjórn Blaðamannafélags íslands hefur ákveðið að setja á laggirnar Neyðarsjóð BÍ til þess að geta betur mætt þörfum félagsmanna sinna þegar félagið eða sjóðir þess hafa ekki yfir öðrum úrræðum að búa.  Höfuðstóll sjóðsins er 10 milljónir króna.

Að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns BÍ eru skilyrði fyrir úthlutun þau að um neyð sé að ræða og engin önnur augljós úrræði fyrir hendi til að bregðast við óskum félagsmanna.   Hann segir að hlutverk sjóðsins sé einnig að lána félagsmönnum gegn framsali krafna sem þeir kunna að eiga á atvinnurekendur sem eru í rekstrarerfiðleikum eða hafa verið teknir til gjaldþrotaskipta.

Sjóðurinn er undirsjóður félagssjóðs og fer stjórn BÍ með stjórn hans. Tillaga að reglugerð fyrir sjóðinn var samþykkt á stjórnarfundi fyrr í sumar, en hún verður lögð fram til endanlegrar staðfestingar á aðalfundi blaðamannafélagsins á vori komanda.

Sjá tillögu að reglugerð hér