Noregur: Deilt um klæðaburð í sjónvarpi

Faten Mahdi Al-Hussaini
Faten Mahdi Al-Hussaini

Athyglisvert mál er komið upp hjá norska ríkisútvarpinu NRK, en á morgun mun útvarpsráð funda sérstaklega um gríðarlegan fjölda kvartana, alls um 6000 talsins, sem borist hafa vegna klæðaburðar  eins þáttarstjórnada. Um er að ræða þátt sem 22 ára kona,  Faten Mahdi Al-Hussain,  sér um og snýst um að hún fer á hina og þessa staði til að finna út hvað hún ætti að kjósa og dregur þannig fram stefnu flokkanna um ólík mál. Það er þó ekki efnisleg nálgun eða meðferð sem kvartað er yfir heldur það að hún klæðist slæðu, hijab, líkt og hún mund gera í sínu daglega lífi. Þetta fer fyrir brjóstið á mjög mörgum Norðmönnum, sem telja NRK vera að senda óæskileg skilaboð út í almannarýmið, um trúmál, um stöðu kvenna of ýmislegt fleira. Það sem sérstaklega hefur kynt undir kvörtunum er að Siv Kristin Sællmann, fréttamanni var bannað árið 2013 að vera með kross um hálsinn þegar hún var í fréttaútsendingum á NRK.

Sjá meira um málið hér