Mælanleg notkunargjaldskrá hjá Die Welt

Útgáfufyrirtækið sem gefur út Die Welt í Þýskalandi –útgáfurisinn Axel Springer – vonast til að ný „mælanleg notkunargjaldskrᓠ(Metered paywall) muni gefa tóninn fyrir það hvernig rukkað verði fyrir aðgang að ritstjórnarefni almennt á netinu í framtíðinni. Þessi mælanlega notkunargjaldskrá er nú í þróun og verið að útbúa ýmsa þætti í gjaldtökunni, að sögn Christoph Keese forstöðumanns upplýsingasviðs Axel Springer sem greindi frá þessu á fundi World Editors Forum í vikunni. Reiknað er með að innleiða gjaldtökuna síðar á þessu ári eða snemma á því næsta.

Í mælanegri notkunargjaldskrá felst að lesendur geta notað sé ákveðinn kvóta af efni á mánuði án endurgjalds – líkt og New York Times hefur verið að gera – en misjafnt verður eftir því hvaða efni notað er hversu mikið er hægt að skoða endurgjaldslaust. Þannig mun t.d. efni sem byggir á upplýsingum úr samfélagsmiðlum ekki telja inn í kvóta. Einnig felst í þessu að Axel Springer getur kortlagt neyslu og lestrarmynstur lesenda sinna mun nákvæmar en til þessa.

Sjá einnig hér