4000 dagar í fangelsi!!

Davit Isaac í sjónvarpsviðtali árið 2001, skömmu áður en hann var handtekinn.
Davit Isaac í sjónvarpsviðtali árið 2001, skömmu áður en hann var handtekinn.

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) gekk í gær formlega til liðs við baráttuátak Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ) fyrir því að blaðamenn í Eritreu yrðu látnir lausir. Þar á meðal er blaðamaðurinn og sænski ríkisborgarinn Dawit Isaac. „Í dag er er Dawit Isaac búin að vera 4000 daga í fangelsi, og hann er aðeins eitt af mörgum fórnarlömbum kúgunar stjórnvalda í Eritreu á sjálfstæðri fjölmiðlun frá 2001,“ segir Arne König, forseti EFJ og samlandi Dawits. „Á þessum skelfilegu tímamótum viljum við nota tækifærið til að krefjast lausnar hans og að minnsta kosti 17 annarra blaðamanna sem eru í haldi í landinu um þessar mundir við skelfilegar aðstæður og án alls tillits til grundvallarréttinda þeirra,“ segir König ennfremur.

Samkvæmt upplýsingum frá IFJ hafa að minnsta konsti 18 blaðamenn verið í fangelsi í Eritreu án dómsmeðferðar síðan 2001 og er Dawit Isaac einn þeirra en hann hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, í Eritreu og Svíþjóð. Hann var í landinu að aðstoða við að koma á fót fyrsta sjálfstæða dagblaðinu, Setit, þegar hann var tekinn fastur. Frá því hann var handtekinn hafa mjög takmarkakðar fréttir fengist af ástandi hans og fjölskyldu hans hefur verið neitað um að koma í heimsókn.

Nýlegar fréttir frá Eritreu benda til að einhverjir þeirra 18 blaðamanna sem í haldi hafa verið séu látnir, en þetta mátti skilja af ummælum embættismanna fyrir nokkru, en engin nöfn voru þó nefnd og engar frekari upplýsingar gefnar. Í þessari viku hafa sænskir fjölmiðlar skipulagt átak á Facebook og Twitter til stuðnings Dawit Isaac undir yfirskriftinni „#fyratusen“ (#fjögurþúsund) og vísar nafnið til lengdar fangavistar hans. Fólk er beðið um að segja hvað það hefur vrið að gera síðustu 4000 daga!

Um Davit Isaac