IFJ: Hættið árásum á blaðamenn á Gaza

Jim Boumelha formaður IFJ
Jim Boumelha formaður IFJ

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur ítrekað ákall sitt um að ísraelski herinn hætti nú þegar árásum á blaðamenn og fjölmiðlafyrirtæki á Gaza og kemur þessi itrekun nú í kjölfar þess að í gær skaut ísraelsk herþota á aðalstöðvar Aljazeera sem staðsettar eru í Al-Jala – turninum í Gazaborg. Þurftu fjölmiðlamenn að yfirgefa bygginguna en ekki varð mannfall þar.
„Eftir því sem dagarnir líða fréttum við af sífellt fleiri tilvikum þar sem blaðamenn sem eru að vinna á Gaza verða fyrir áreitni, árásum, hótunum og eru jafnvel myrtir,“ segir Jim Boumelha formaður IFJ. „Of margir blaða- og fjölmiðlamenn hafa nú þegar særst eða týnt lífnu við skyldustörf og ef þetta ofbeldi heldur áfram er víst að enn fleiri líf munu glatast. Stjórnvöld í Ísrael verða að hemja hernaðaraðgerðir sínar og binda enda á þessa misnotkun valds nú þegar,“ segir Boumelha enn fremur.

 Sjá einnig hér