Norðmenn ræða seldar umfjallanir

Mads Storvik  er nýr yfirmaður hjá Nationen og hefur leitað nýrra leiða í tekjuöflun. Mynd: Jouranli…
Mads Storvik er nýr yfirmaður hjá Nationen og hefur leitað nýrra leiða í tekjuöflun. Mynd: Jouranlisten/ Birgit Dannenberg

Meðal norskra blaðamanna er nú umræða um kostun efnis í miðla, en slíkt hefur tíðkast nokkuð hér á landi í dagblöðum, einkum fríblöðum og tímaritum. Er þá um að ræða umfjöllun  sem greitt er fyrir um tiltekin fyrirtæki , vörur eða þjónustu. Þrátt fyrir að slíkt efni hafi útlit og yfirbragð ritstjórnarefnis er í raun um auglýsingar að ræða og hefur slíkt efni því alla jafnan verið merkt sérstaklega sem „kynning“ eða eitthvað slíkt. Fréttablaðið tók mjög afgerandi skref fyrir nokkrum misserum þegar slíkt efni var alfarið fært undir markaðsdeild fyrirtækisins og þeir sem unnu slíkt efni  ekki skilgreindir sem hluti af ritstjórn. Þetta átti að gera mörk auglýsinga og efnis skýrari.

Í Noregi er verið að útfæra þessar hugmyndir m.a. hjá vefsíðu blaðsins Nationen, sem er eins konar landsdekkandi Bændablað,  en þar hefur fyrirtækjum verið boðið að vinna efni/umfjöllun sem síðan er sett inn á vefinn þannig að það hefur á sér yfirbragð ritstjórnarefnis. Hins vegar er efnið merkt með skiltum bæði á undan umfjölluninni og eftir umfjöllun sem kynningarefni, og telja forsvarsmenn miðilsins að þar með sé komið í veg fyrir að reglur um  "kynningar innsetningar“  á vörum og um kostun í myndskeiðum  séu brotnar og að komið sé fram gagnvart lesendum af hreinskilni.  Þetta  hefur mælst misjafnlega fyrir meðal blaðamanna, sem margir telja sífellt verið að þrengja að siðferðilegum gildum um sjálfstæða blaðamennsku, en á móti er bent á að þarna fáist nauðsynlegir auglýsingapeningar í rekstur fyrirtækjanna.

Sjá m.a. hér