Aðalfundur BÍ: Kjaraviðræður komnar til sáttasemjara

 Blaðamannafélagið hefur vísað kjaradeilu sinni við SA  til ríkissáttasemjara og hefur þegar verið haldinn einn fundur þar sem kröfugerð var kynnt. Þetta kom fram í máli Hjálmars Jónssonar formanns Blaðamannafélagsins á aðalfundi BÍ sem haldinn var í nýuppgerðum húsakynnum félagsins að Síðumúla 23 í gærkvöldi. Hjálmar  sagði ljóst að blaðamenn myndu gera kröfu um kauphækkanir til jafns við þá hópa sem verið hafa að semja á umliðnum vikum og mánuðum en auk þess yrði endurskoðun vaktakerfis og vaktaálags áherslumál.

 Formaður BÍ kynnti miklar breytingar sem gerðar hafa verið á húsakynnum félagsins en félagið á nú alla þriðju hæðina í húsinu og þar er nú kominn mjög glæsilegur funda- og veislusalur auk þess sem aðgegni fyrir fatlaða hefur verið stórbætt í húsinu almennt og lyfta komin í stigaganginn. Tilkynnti formaður að nýju húsakynninn yrðu formlega tekin í notkun við hátíðlega athöfn í haust þegar öllum framkvæmdum verður lokið. Fundarmenn gerðu góðan róm að þessum breytingum og töldu að vel hefði til tekist.

Hjálmar var einn í framboði til formann og var því sjálfkjörinn, en nýjar inn í stjórn félagsins komu þær Ragnhildur Aðalsteinsdóttir og Ingveldur Geirsdóttir, sem báðar höfðu verið í varastjórn. Í varastjórn komu inn nýir þeir Björn Jóhann Björnsson  og Jóhann Hlíðar Harðarson. Katrín Rut Bessadóttir kemur ný inn í samningaráð og Arndís Þorgeirsdóttir kemur inn í dómnefnd blaðamannaverðlauna í stað Örnu Schram sem hættir.    Hér má sjá  uppfærðan lista yfir nefndaskipan og trúnaðarmenn félagsins.