Hæstiréttur vs Mannréttindadómstóllinn í Strassborg

Þrátt fyrir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu sl. sumar í máli Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þar sem Hæstiréttur er harðlega gagnrýndur fyrir málsmeðferð í málum þar sem blaðamenn hafa eftir nafngreindum viðmælendum sínum, dæmdi Hæstiréttur í dag blaðamann til greiðslu miskabóta yrir svipað mál á grundvelli gömlu prentllaganna. Ægir Geirdal fór í mál við Steingrím Sævarr Ólafsson fyrir fréttaflutning á Pressunni þar sem byggt var á nafngreindum viðmælendum. Í samantekt Hæstaréttar sjálfs kemur skýrt fram að breytingin sem varð með fjölmiðlalögunum skiptir öllu því ekki er dæmt fyrir ein ummæli sem birtust eftir gildistöku laganna. Sjá feitletrun lok samantektar. Samantekt Hæstréttar sjálfs er eftirfarandi:

„Æ höfðaði mál gegn S vegna umfjöllunar um hann sem birt var á vefmiðlinum www.pressan.is, í kjölfar þess að Æ bauð sig fram til stjórnlagaþings. Krafðist Æ þess að tiltekin ummæli yrðu ómerkt og S gert að greiða honum miskabætur auk kostnaðar við birtingu dóms í einu dagblaði. Í niðurstöðu Hæstaréttar var m.a. fallist á að þeir sem gæfu kost á sér til trúnaðarstarfa í þágu almennings yrðu að þola umfjöllun á opinberum vettvangi sem snerti hæfni þeirra og eiginleika og hvort þeir væru traustsins verðir. Það gæti hins vegar ekki réttlætt að Æ væri borin á brýn sú refsiverða háttsemi sem fram hefði komið hjá netmiðlinum. Hefði Æ hvorki verið fundinn sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um né sætt rannsókn lögreglu af slíku tilefni. Var fallist á að ómerkja hluta þeirra ummæla sem viðhöfð höfðu verið og Æ krafðist ómerkingar á. Ein ummælana voru birt eftir gildistöku laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og var S ekki talinn bera ábyrgð á þeim þar sem þau voru réttilega höfð eftir nafngreindum einstaklingum, sbr. a. lið 1. mgr. 51. gr. laganna. Þá var S gert að greiða Æ 200.000 krónur í miskabætur“

Sjá dóminn hér