Siðferðileg og lagaleg álitamál frétta af lekamáli

Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri var í viðtali í Sjónmáli á Rás 1 RÚV í gær. Þar ræddi hann ýmis siðferðileg og lagaleg atriði varðandi blaðamennskuna í tengslum við hið svokallaða "Lekamál" í innanríkisráðuneytinu.  Guðmundur kom m.a. inn á ójafnvægið í sambandi ríkisvaldsins og hælisleitenda, skyldur blaðamanna til að segja frá málum er varða almenning, hvernig fjölmiðlar beri ábyrgð á því efni sem þeir kjósa að segja frá og mikilvægi trúnaðar við heimildamenn. Hann dró líka athygli manna að því hvernig sumir þessara þátta birtast í dómi bæði undirréttar og Hæstaréttar.

Sjá viðtal við Guðmund hér
Sjá dóm Héraðsdóms og Hæstaréttar hér