Svíþjóð og Danmörk: Milljarða stuðningur við fjölmiðla vegna Covid-19

Stjórnvöld í nágrannalöndum okkar hafa, líkt og gerst hefur hér, gripið til víðtækra samfélagslegra  björgunaraðgerða til að mæta víðtækum neikvæðum áhrifum covid-19 faraldursins. Hér hafa þó enn ekki verið tillkynntar neinar sérstakar aðgerðir til að koma til móts við erfiða stöðu fjölmiðla og blaðamennsku líkt og nágrannar okkar hafa gert. Eins og kom fram í opnu bréfi Sigrúnar Stefánsdóttur til Lilju Alfreðsdóttur  í  Kjarnanum í gær, hafa Danir gripið til sérstaka stuðningsaðgerða upp á 3.7 millj­örða íslenskra króna til að koma í veg fyrir að dönsk fjölmiðlafyrirtæki fari í þrot. Í gær birtist svo tilkynning á sænska stjórnarráðsvefnum þar sem tilkynnt er um aðgerðir sænskra stjórnvalda til aðstoðar fjölmiðlum vegna covid-19. Þar kemur fram að víðtæk pólitísk sátt er um viðamiklar aðgerðir til að koma til móts vð fjölmiðla og til að tryggja  framboð af faglegri fjölbreyttri fjölmiðlun í landinu.

Aðgerðir Svíanna felast m.a. í því að bætt er í styrkjakerfið sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmlega 2,8 milljörðum íslenskra króna. Auk þess er slakað tímabundið á regluverki um hlutfall eigin ritstjórnarefnis til að vera gjaldgengur til að fá styrki og eins er sá tímaranmmi sem auglýsingar í sjónvarpi miðast við rýmkaður aðeins. Þá er opnað fyrir möguleika á að nálgast fjölmiðlastyrkina fyrr en annars hefði verið.

Sjá nánar um aðgerðir Svía hér