Félagarnir

Félagar í Blaðamannafélaginu hafa í gegnum árin verið merkisberar blaðamennsku sem fags. Félagar geta orðið öll þau sem hafa frétta- eða blaðamennsku að aðalstarfi, það er að miðla upplýsingum, skoðunum og hugmyndum til almennings í gegnum fjölmiðla. Félagar geta einnig orðið öll þau sem starfa að fjölmiðlun, upplýsingaöflun og miðlun, óháð miðlunarleið.

Hér til hliðar má finna "Blaðamannaminni" sem er vísir að rafrænu blaðamannatali sem nær aftur til frumherja blaðamennskunnar á Íslandi.