Fréttir

Blaðamannadagurinn 1. apríl - takið daginn frá!

Blaðamannadagurinn 1. apríl - takið daginn frá!

Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir blaðamannadeginum 1. apríl nk. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi blaðamennsku, vekja áhuga á fjölmiðlum og stéttinni og veita innsýn í það mikilvæga starf sem blaðamenn vinna í þágu samfélagsins og lýðræðisins.
Lesa meira
Umsóknarfrestur um orlofshús BÍ í sumar rennur út um mánaðarmótin

Umsóknarfrestur um orlofshús BÍ í sumar rennur út um mánaðarmótin

Hér með er vakin athygli blaðamanna á því að umsóknarfrestur um dvöl í sumarhúsum BÍ í sumar er til laugardagsins 1. apríl næstkomandi.
Lesa meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands. Lög hafa verið sett í Rússlandi sem banna umfjöllun fjölmiðla um …

Rússneskir blaðamenn þarfnast neyðarvegabréfsáritana

Blaðamannafélag Íslands sendi þremur ráðherrum í ríkisstjórn bréf fyrr í vikunni þar sem var óskað eftir því að ríkisstjórnin auðveldaði blaðamönnum frá Rússlandi og Belarus og fjölskyldum þeirra að fá vegabréfsáritun í því skyni að aðstoða þau við flótta úr landinu vegna ofsókna gegn blaðamönnum.
Lesa meira
Unnið myrkranna á milli við að koma blaðamönnum í öruggt skjól í Úkraínu

Unnið myrkranna á milli við að koma blaðamönnum í öruggt skjól í Úkraínu

Alþjóðlegu blaðamannasamtökin, IFJ, og Evrópusamtök blaðamanna, EFJ, hafa stofnað sérstakan sjóð, Ukraine Safety Fund, til að beina fjárstuðningi til úkraínskra blaðamanna þangað sem hann nýtist best. Stærsta verkefnið nú er að koma blaðamönnum af átækasvæðum í öruggt skjól. 50 blaðamenn eru gíslar í Mariupol.
Lesa meira
Krefjast þess að rússneskum varaformanni IFJ verði vikið úr embætti

Krefjast þess að rússneskum varaformanni IFJ verði vikið úr embætti

Blaðamannafélögin á Norðurlöndunum sendu í morgun mótmæli til stjórnar Alþjóðlegu blaðamannasamtakanna, IFJ, þar sem þau lýstu andúð sinni á því að varaformaður IFJ lýsti um helgina opinberlega stuðningi við ritskoðun rússneskra stjórnvalda á umfjöllun þarlendra fjölmiðla um innrás Rússa í Úkraínu, og kröfðust þess að honum yrði vikið úr embætti varaformanns.
Lesa meira
Mynd/Hari

Yfirlýsing BÍ og FF vegna ummæla Bjarna Benediktssonar um yfirheyrslur yfir blaðamönnum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Þar setti hann fram þessar spurningar: Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar? Hvernig getur það talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu?
Lesa meira
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn

Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn

Það er óskiljanlegt og í raun mjög alvarlegt að lögreglan á Norðurlandi hafi ákveðið að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna þess eins að þeir skrifuðu fréttir upp úr gögnum sem þeir höfðu undir höndum. Það er grundvöllur starfs blaðamanna að vinna úr gögnum sem þeim berast.
Lesa meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, á málþingi um styrki til einkarekinna…

Þörf á samfélagssátt um fjölmiðla

Fjölmiðlar standa nú á krossgötum og þar með samfélagið og lýðræðisleg umræða. Allt að því helmingur alls auglýsingafjár fer nú til erlendra tæknirisa á borð við Facebook og Google og afleiðingarnar eru taprekstur, uppsagnir, samdráttur, hagræðing. Og það bitnar á lýðræðinu. Því hvernig er hægt að tryggja að fjölmiðlar veiti nauðsynlegt aðhald og upplýsi þegar þegar fjöldi þeirra sem starfar í fjölmiðlum er einungis þriðjungur af því sem hann var fyrir tæpum áratug.
Lesa meira
Málþing: Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar  fjölmiðlunar?

Málþing: Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar fjölmiðlunar?

ATH NÝR TÍMI Á MÁLÞINGI: KL. 17 Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til málþings um opinbera styrki til einkarekinna fjölmiðla mánudaginn 7. febrúar kl. 10-12 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23.
Lesa meira
Blaðamannaverðlaun: Tilnefningafrestur til 4. febrúar

Blaðamannaverðlaun: Tilnefningafrestur til 4. febrúar

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 19. skipti föstudaginn 1. apríl næstkomandi.
Lesa meira