Viðhorf fjölmiðla til Trumps að breytast

Donald Trump
Donald Trump

 Viðhorf fjömiðla til Donalds Trump, eins frambjóðendanna til að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana, hefur tekið miklum stakkaskiptum í vikunni eftir ummæli hans um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þetta birtist m.a. í því með hvaða hætti hann er sýndur eða ekki sýndur í fréttum. Um nokkurt skeið hefur hann verið rammaður inn sem skemmtilegur sérvitringur sem kryddar baráttuna þó hann sé tekin misjafnlega alvarlega. Þannig hefur t.d. Huffington Post um nokkurt skeið sagt fréttir af honum á afþreyingar eða skemmtiefnishluta vefs síns (entertainment), en er nú hætt að dekka hann þar líka á þeirri forsendu að hann hann sé lítið skemmtiefni.

Þetta viðhorf er nokkuð dæmigert fyrir þann viðsnúning sem orðið hefur og virðast margir bandarískir miðlar nú líta á Trump sem ógn við lýðræðið. Þannig sagði Tom Brokaw í leiðarapistli á NBC sjónvarpsstöðinni á þriðjudagin að yfirlýsing Trumps væri, „jafnvel nú, á tímum ótrúlegra öfga, hættuleg og gegni gegn straum sögunnar, lögum og grundvallar gildum Bandaríkjanna sjálfra.“

Sjá meira hér