Væg gagnrýni á fréttaflutning NRK

Per Edgar Kokkvold formaður Útvarpsráðs og fyrrum framkvæmdastjóri norska Blaðamannafélagsins sést …
Per Edgar Kokkvold formaður Útvarpsráðs og fyrrum framkvæmdastjóri norska Blaðamannafélagsins sést hér (til hægr) á fundi ráðsins.
Féttastofa NRK, norska ríkisútvarpsins býr við það að hægt er að kvarta undan umfjöllun miðilsins til sérstaks Útvarpsráðs (Kringkastingsrådet) sem  tekur síðan þessi klögumál fyrir með ákveðnu millibili.  Klögumálin geta verið ýmis kona og á síðasta fundi Útvarpsráðsins lágu tugir klögumála fyrir, langsamlega flest  vegna umfjöllunar NRK  í sumar um átökin á Gaza. Eins og fram hefur komið áður hér á Press.is þá sætti NRK opinberri gagnrýni fyrir að draga taum palestínumanna í fréttaflutningi. Klögumálin voru enda nokkuð að því tagi en eftir að ljóst var að útvarpsráðið fengi mörg slík mál til umfjöllunar bættust við erindi frá aðilum sem hliðhollir eru málstað Palestínumanna og gagnrínir á Ísraelsmenn.  Athygli vekur að sérfræðingar í fréttaflutningi af átakasvæðum voru fengnir til að vera með hugleiðingar í upphafi fundar Útvarpsráðsins, sem átti að auðvelda ráðsfólki að setja sig inn í málið.  Niðurstaðan var almennt sú að NRK fær á sig mjög væga gagnrýni fyrir að hafa ekki í uphafi gert  hlut Hams í átökunum nægjanlega sýnilegan en að öðru leyti hafi vandasöm umfjöllun verið í þokkalegu jafnvægi.

Sjá meira hér