Upplýsinga aflað í Brussel

Íslenskir blaðamenn í Brussel.Það er sérkennilegt að sjá allt það pappírsflóð sem flæðir um ganga stjórnsýslubygginga Evrópusambandsins í Brussel. Svo virðist sem hver einasta tilkynning sé prentuð út og fjölmiðlaúrklippur liggja í haugum að morgni dags um alla ganga. Hvort þetta bætir upplýsingastreymið skal ósagt látið en svo virðist sem engu sé til sparað. Hægt er að nálgast aðgengi að fréttaherbergi ESB í gegnum slóðina:
http://europa.eu/newsroom/press-contacts/index_en.htm

Evrópusambandið leggur sig fram við að auðvelda blaðamönnum störf sín. Í nýlegri blaðamannaferð til Brussel heimsóttu blaðamenn þjónustumiðstöð framkvæmdastjórnarinnar (Audiovisual Services of the European Commission). Þar var kynnt hvaða þjónusta stendur til boða en óhætt er að segja að hún sé nokkuð víðtæk. Fréttamenn geta þannig unnið nokkuð ítarleg fréttainnslög í fullkomnum tækniverum og það án þess að þurfa að greiða fyrir það. Miðað er þó við og áskilið að fréttirnar tengist Evrópusambandinu og málefnum þess.

Sem dæmi um þjónustu má nefna:

- EBS (Europe by Satellite) býður upp á myndefni frá öllum helstu viðburðum ESB, hægt er að nálgast þær beint en einnig eru upptökur tiltækar. Upptökurnar standa til boða á allt að 23 tungumálum á tveimur útsendingarásum, annars vegar í gegnum gervihnött og hins vegar í gegnum netið. Sjá nánar:

http://ec.europa.eu/avservices/ebs/schedule.cfm

- Myndefni er tengist öllum helstu fréttum og viðburðum ESB er tiltækt. Einnig er hægt að nálgast margskonar myndefni, hvort sem menn vilji nota það við fréttir eða tilfallandi greinarskrif. Hægt er þannig að hlaða niður myndefni í ítrustu gæðum ef eftirfarandi vefsíðu:
http://ec.europa.eu/avservices/photo/index.cfm

- Ítarlegt safn af myndböndum, ljósmyndum og hljóðskrán um allt er varðar sögu og þróun ESB. Safnið er allt frá 1945 til dagsins í dag. Sjá nánar á:

http://ec.europa.eu/avservices/index.cfm

- Aðgangur að bestu fáanlegum upptökutækjum til sjónvarps- og hljóðvinnslu. Hægt er meira að segja að senda inn spurningalista, bóka viðkomandi viðmælanda í upptökuver og þá er boðið uppá uppstilltu viðtali. Upptökuverið er staðsett í Berlaymont byggingunni (byggingu framkvæmdastjórnarinnar) í Brussel og er tiltækt til upptöku eða lifandi útsendinga. Vilji menn skrá sig geta þeir farið inn á:

http://ec.europa.eu/avservices/2010/myav/index.cfm

Fyrir þá sem vilja skrá sig til að geta fylgst með nýjustu viðburðum þá er slóðin hér:

http://ec.europa.eu/avservices/login/createAccount_en.cfm


Sigurður Már Jónsson