Tyrknesk ritskoðun tilkynnt til Evrópuráðsins

 Evrópusamband blaðamanna ásamt Alþjóðasambandi blaðamanna og fleiri samtökum tilkynntu fyrir helgi Evrópuráðinu um  grímulausa ritskoðun yfirvalda í Tyrklandi tiltekinna  á tilteknum fjölmiðlagáttum. Tilkynningin fór til þeirrar deildar í Evrópuráðinu sem kallast „Platform to promote the protection af journalism“    og hefur látið ýmis mál er varða tjáningarfrelsi og starfsaðstöðu fjölmiðla í álfunni til sín taka.

Í Tyrklandi hefur fjölmörgum miðlum, ekki síst netmiðlum, verið lokað að undanförnu og hafa   Evrópusamband blaðamanna, Alþjóðasamband blaðamanna formlega lýst stuðningi við framtak ýmissa samtaka blaðamanna í Tyrklandi sem felst í því að opna vefsvæði með fréttum sem annars hefðu farið inn á hina bönnuðu miðla. Þar með er þessi vefsíða, engellenemez.org, komin í alþjóðlegt kastljós sem torveldar afskipti tyrkneskra stjórnvalda af henni.

Sjá einnig hér