Styrkja blaðamenn á Play the Game ráðstefnuna

Norræni blaðamannaskólinn í Árósum í Danmörku hefur ákveðið að veita um 10 styrki til blaðamanna á Norðurlöndum (utan Danmerkur)  til að fara á Play the Game ráðstefnuna í október, en þetta er í áttunda sinn sem sú ráðstefna er haldin og verður hún að þessu sinni í Árósum. Styrkupphæðin getur numið allt að 3.500 dönskum krónum eða um rúmlega 70 þúsund íslenskum krónum.

Play the Game er orðin einn mikilvægasti umræðuvettvangur fyrir íþróttafréttamenn víða að úr heiminum, og þar er tekist á við íþróttafréttamennsku í víðum skilningi, bæði íþróttafréettir af vettvangi, siðræði íþrótta og efnahagslegan grunn.

 Sjá nánar um styrkveitingar hér: http://www.njc.dk/nyheder/index.php?id=1310

Sjá heimasíðu ráðstefnunnar hér: http://www.playthegame.org/conferences/play-the-game-2013.html