Stundin væntanleg í febrúar

Jón Trausti Reynisson fyrrverandi framkvæmdastjóri DV hefur tryggt sér lénið Stundin.is og stofnað útgáfufélag um rekstur nýs fjölmiðils. Þetta gerir hann í samstarfi við fleiri fyrrverandi starfsmenn DV.  Í yfirskrift á kynningu þar sem tilkynt er um stofnun blaðsins og hvatt til að fólk ýmist gerist áskrifendur eða auglýsi og styðji þannig  blaðið fjárhagslega segir orðrétt:

"Stundin er nýr fjölmiðill sem er óháður valdablokkum

Við tökum öll ákvarðanir byggt á þeim upplýsingum sem við fáum. Þessar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og okkar sjálfra. Vald hefur áhrif á þær upplýsingar sem okkur eru veittar.
Aðstandendur Stundarinnar eru hópur sem vill stofna nýjan, íslenskan fjölmiðil sem er undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi. Við viljum biðja þig að taka þátt í því með okkur. Vertu valdið.
Stundin opnar vef- og prentútgáfu í febrúar. Hægt verður að skrá sig fyrir kaupum á áskrift og/eða auglýsingum og styðja þannig við stofnun miðilsins á vefnum."

 Sjá einnig hér