Stórir fréttadagar!

Frá flóðunum í Kaupmannahöfn um helgina
Frá flóðunum í Kaupmannahöfn um helgina

Stundum er því haldið fram að fréttnæmir atburðir komi í bylgjum og að suma daga gerist margir mjög fréttnæmir atburðir á meðan ekkert gerist þess á milli. Undanfarin vika á Íslandi hefur verið mjög fréttnæm, eldgos, fjölmiðlafár, og lekamál. Stundum rifja gamalreyndir fréttamenn upp stóra fréttadaga eins og t.d. í janúar 1991 þegar Persaflóastríðið fyrra skall á, Ólafur Noregskonungur dó og Hekla gaus sama daginn.  En um helgina varð einmitt einn af þessum stóru fréttadögum hjá dönskum blaðamönnum og er um það fjallað á vefsíðu Blaðamannafélags Danmerkur. Fréttastjóri TV2, Peter Thorup, talar þar um að þetta hafi verið einn stærsti fréttadagurinn sem hann man eftir, en óvæntar sviptingar urðu í stjórnmálum og í tilnefningum Dana í embætti kommissara hjá ESB sem komu á sama tíma og flóðin urðu í Kaupmannahöfn. 

Sjá umfjöllun hér