"Staðreyndavalkostir"

 

“Staðreyndavalkostir” (alterenative facts) er orð sem Kellyanne Conway, ráðgjafi úr herbúðum Donalds Trump notaði um þá yfirlýsingu Sean Spicer blaðafulltrúa Hvíta hússins að fjölmiðlar hefðu farið rangt með stærð mannfjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn Trumps sl. föstudag og að fjölmiðlar væri í herferð gegn forsetanum.  Ummæli Conway í þættinum “Meet the Press”  þess efnis að framlag Spicer bæri að skoða sem staðreyndavalkost, hafa vakið upp talsverða umræðu í röðum bandarískra blaðamanna of hjá fjölmiðlaáhugafólki og m.a. talað um að hér sé gengið svo langt að reynt sé að draga í efa möguleikann á að tala um hlutlægan sannleika eða staðreyndir – sem þó er kjarninn í hugmyndum um eðli blaðamennsku þar í landi. Þetta er t.d. það sem kemur fram í áhugaverðum og gagnrýnum pistli sem David Uberti, fastur penni hjá Columbia Journalism Review.

Sjá pistil Uberti hér