Sótt að fjölmiðlum: staðan í Austur - Evrópu og Rússlandi

 Blaðamenn í Austur - Evrópu og Rússlandi, þeim ríkjum sem áður tilheyrðu Sovét-blokkinni, búa í dag víða við mjög erfiðar aðstæður þar sem ritskoðun af ýmsu tagi er áberandi og iðulega framkvæmd með mjög „fáguðum“ hætti, en líka með mjög grófum og augljósum aðferðum.  Öfgakennd ofbeldisverk  s.s. líkamlegar árásir eða beinlínis manndráp eru aðeins toppurinn á ísjakanum í þessum efnum.  Þúsundir fjölmiðlamanna standa daglega frammi fyrir þrýstingi, lögsóknum, hótunum, fangelsunum,  ástæðulausum uppsögnum eða öðrum aðferðum til ritskoðunar þegar þeir sinna vinnu sinni í þessum ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem IFJ hefur gert í samvinnu veið blaðamannafélög á svæðinu og birt er í skýrslu sem heitir „Media Under Attack: Balkans and Former Soviet Union Press Freedom Review, January 2011- December 2013“. Þar er farið yfir stöðuna í einstökum löndum og á svæðinu í heild.

Sjá skýrsluna hér