Skora á ÖSE að skipa nýjan forstöðumann fjölmiðlafrelsisdeildar strax

Dunja Mijatovic
Dunja Mijatovic

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) ásamt hópi félagasamtaka sem berjast fyrir mannréttindum og tjáningarfrelsi hafa sent áskorun til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, þar sem segir að ekki megi dragast lengur að samtökin tilnefni nýjan forstöðumann fjölmiðlafrelsisdeildar ÖSE í stað Dunja Mijatovic, sem lét af störfum í mars síðast liðinn. Dunja Mijatovic lét talsvert að sér kveða í fjölmiðlamálum í Evrópu og var blaðmönnum að mörgu leyti haukur í horni, en hún kom m.a. til Íslands fyrr nokkrum misserum og átti fund með forustu Blaðamannafélagsins og fleirum til að kynna sér stöðuna í fjölmiðlum af eigin raun. Í fyrra beitti hún sér meðal annars fyrir því að legja áherslu á mikilvægi sjálfs-eftirlits blaðamanna og var um það fjallað hér á síðuni.

Sjá meira hér