Samfylking með flestar fréttir

Vefsíðan eyjan.is hefur birt samantekt sem Fjölmiðlavaktin tók saman fyrir síðuna um umfjöllun prentmiðla um framboð sem mælast í könnunum inni með mann. Þar kemur fram að Samfylkingin hefur fengið mestu umfjöllunina í prentmiðlum á tímabilinu frá 1. mars til 19. apríl. Framsóknarflokkurinn hins vegar hefur fengið minnsta umfjöllun af fjórflokkunum og er ekki að sjá að samhengi sé milli magns umfjöllunar eða þess hvort hún sé „jákvæð“ eða „neikvæð“ og gegnis í skoðanakönnunum. Samkvæmt Eyjunni hefur skipting fréttanna verið eftirfarandi:

Samfylking 245 fréttir og þar af 65,5% jákvæðar
Sjálfstæðisflokkur, 177 fréttir og þar af 62,1% jákvæðar
Vinstri græn, 168 fréttir og þar af 62,5% jákvæðar
Framsóknarflokkur, 155 fréttir og þar af 58,7% jákvæðar
Björt framtíð, 41 frétt og þar af 80,5% jákvæðar
Píratar, 33 fréttir og þar af 93% jákvæðar

Sjá nánar hér