Ritstjóraskipti á DV

Kol­brún Bergþórs­dótt­ir og Eggert Skúla­son hafa verið ráðin  rit­stjórar DV. Hörður Ægis­son hefur  verið ráðinn viðskipta­rit­stjóri blaðsins. Verða þau Kol­brún, Eggert og Hörður jafn­framt rit­stjór­ar dv.is. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­ DV, en tilkynningin er eftirfarandi:.

 

„Hall­grím­ur Thor­steins­son, sem verið hef­ur rit­stjóri DV und­an­farna mánuði, mun að eig­in ósk leiða stefnu­mót­un á sviði tals­málsút­varps á veg­um Press­unn­ar og hef­ur þegar tekið til starfa.

Kol­brún er ein reynd­asta fjöl­miðlakona lands­ins, hef­ur unnið sem blaðamaður og yf­ir­maður menn­ing­ar­mála á Frétta­blaðinu, Blaðinu og nú síðast Morg­un­blaðinu. Þá er hún einn þekkt­asti bók­mennta­gagn­rýn­andi lands­ins.

Eggert er margreynd­ur fjöl­miðlamaður, var um ára­bil frétta­stjóri á Tím­an­um, rit­stjóri Veiðimanns­ins og svo fréttamaður á Stöð 2 um ára­bil. Hann hef­ur síðari ár rekið eigið fyr­ir­tæki á sviði al­manna­tengsla.

Hörður hef­ur vakið mikla at­hygli á und­an­förn­um árum fyr­ir viðskiptaf­rétt­ir sín­ar fyr­ir Morg­un­blaðið.

Til þess að ná fram skipu­lags­breyt­ing­um og hagræða í rekstri var nokkr­um starfs­mönn­um DV sagt upp í dag. Verða enn­frem­ur gerðar breyt­ing­ar á aðkeyptu efni í hagræðing­ar­skyni. Er það í sam­ræmi við mark­mið nýrr­ar stjórn­ar DV að fé­lagið verði rekið með hagnaði árið 2015.

Næsti út­gáfu­dag­ur DV er föstu­dag­ur­inn 9. janú­ar næst­kom­andi. Frétta­vef­ur­inn dv.is verður þó áfram rek­inn all­an sól­ar­hring­inn eins og verið hef­ur.

Í byrj­un nýs árs verða kynnt­ar marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar á DV sem ætlað er að fjölga áskrif­end­um og auka lausa­sölu blaðsins. Jafn­framt verður ráðist í ýms­ar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem dag­blaðið Vís­ir árið 1910.

Útgef­andi DV er Björn Ingi Hrafns­son og Steinn Kári Ragn­ars­son er fram­kvæmda­stjóri.“