Ríkisstjórnir og Sþ hafa brugðist blaðamönnum

Jim Boumelha, forseti IFJ
Jim Boumelha, forseti IFJ

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) sakaði nú um áramótin  bæði ríkisstjórnir þjóðríkja og Sameinuðu þjóðirnar um að hafa brugðst þeirri skyldu sinni að vernda rétt blaðamanna til lífs við störf sín, en árið 2012 var það eitthvert það blóðugasta fyrir fjölmiðlafólk sem um getur. Alls var 121 starfsmaður fjölmiðla drepinn á árinu í beinum árásum á þá eða þegar þeir lentu í skothríð milli stríðandi fylkinga.

“Þessi skelfilega háa tala fallinna er til marks um það hvernir ríkisstjórnir segjast í orði vilja vernda blaðamenn við störf sín en hafa kefisbundið brugðist í því að koma í veg fyrir slátrun þeirra,” segir Jim Boumelha forseti IFJ. “Það kemur því e.t.v. ekki á óvart að þessar óhugnalega háu tölur um dauðsföll blaðamanna, eru að verða viðvarandi einkenni á umliðnum arum og einu viðbrögð ríkisstjórna og Sameinuðu þjóðanna hafa verið nokkuð fordæmingarorð, málamyndarannsókn og síðan er látið eins og þetta komi þeim ekki við,” segir Boumelha ennfremur.

Eins og fyrr greinir týndi á nýliðnu ári 121 blaðamaður lífi í beinum árásum á þá eða vegna þess að þeir lentu í skothríð stríðandi fylkinga, en sambærileg tala fyrir árið 2011 – sem var metár – var 107. Til viðbóar þessu dóu um 30 vegna veikinda eða slysa sem tengjast störfum þeirra. 

Sjá lista yfir þá sem létust við störf sín hér