Ræða hvernig á að bregðast við stjórnvaldsnjósnum

Undanfarin misseri hafa áhyggjur almennings og þó sérstaklega blaðamanna og samtaka þeirra af fjölda- persónunjósnum  stjórnvalda og annarra vaxið verulega. Það eru ekki síst þær upplýsingar sem komu fram með skjölunum sem Edward Snowden afhjúpaði sem  stuðlað hafa að vaxandi áhyggjum og umræðum. Frá því að Snowden málið kom fyrst upp hafa mörg fleiri tilvik um njósnir yfirvalda þar á meðal lögreglu  dregið fram þá hættu sem trúnaðarsamband blaðamanna og heimildarmanna er komið í af þessum sökum.  Það hefur verið njósnað um blaðamenn og gögn úr símum þeirra hafa verið haldlögð með leynd og samskipti þeirra á ýmsan hátt hleruð.  Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) í samvinnu við Blaðamannasamband Bretlands (NUJ) hafa nú blásið til alþjóðlegrar ráðstefnu í London til að ræða hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og tryggja heimildavernd og sjálfstæði blaðamanna. Ráðstefnan hefst á fimmtudag, 16. október og munu þar koma saman blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla, stjórnmálamenn, lögfræðingar og baráttufólk fyrir borgaralegum réttunum víða að úr heiminum.

Sjá einnig hér