Óskað eftir tilnefningum til Evrópsku blaðamannaverðlaunanna

Verðlaunahafar við síðustu verðlaunaveitingu sem fram fór í apríl sl.
Verðlaunahafar við síðustu verðlaunaveitingu sem fram fór í apríl sl.

Evrópsku blaðamannaverðlaun hafa nú óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna og er tilnefningarfrestur til 18. desember næstkomandi.  Gæði í blaðamennsku eru nauðsynleg heilbrigðu lýðræði og verðlaunin miða að því að hvetja til og draga athyglina að góðri blaðamennsku.

Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og er verðlaunafé í hverjum um sig 10.000 evrur eða tæplega 1,5 milljón krónur. Flokkarnir eru þessir:

Verðlaun fyrir framúrskarandi skrif
Verðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun
Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku
Verðlaun fyrir nýsköpun eða nýmæli

Efni sem tilnefnt er þarf að hafa birst á tímabilinu frá 1. Desember 2014 og 31. Desember 2015 og blaðamenn sem búa og starfa í Evrópu eru gjaldgengir sem og þeir blaðamenn sem starfa fyrir evrópsk fjölmiðlafyrirtæki.

 Sjá einnig hér