Ókeypis fjölmiðlaathygli

Donald Trump hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli í kosningabaráttu sinni um að verða útnefndur sem frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.   Þessi fjölmiðlaathygli er umræðuefni margra fjölmiðlaáhugamanna vegna þess að hún er annars eðlis en yfirleitt er hjá frambjóðendum, sem þurfa að byggja mikið á auglýsingum. Fjölmiðlaathygli Trumps er hins vegar „ókeypis“ og til komin vegna ummæla hans og þess að hann virðist óhræddur við að segja hluti sem samkvæmt öllu venjulegu (amerísku) fréttamati teljast fréttnæmir. Í Colubia Journalism Review má sjá áhugaverða um þetta mál.

Sjá hér