OSCE: Meðalhóf þarf í viðbrögðum við fölskum fréttum

Dunja Mijatović
Dunja Mijatović

Evrópusamband blaðamanna hefur vakið athygli á heimasíðu sinni á skýrslu Dunja Mijatovi?, talsmanni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE ) í málefnum fjölmiðla og tjáningarfreslis þar sem hún fjallar um ástand mála í Evrópu í dag.   Dunja Mijatovi?, sem var hér á Íslandi í fyrra og flutti þá opinn fyrirlestur um fjölmiðlafrelsi, kemur víða við í skýrslu sinni og fjallar meðal annars um öryggismál blaðamanna og  fréttir í samfélagsmiðlum.

Varðandi öryggi blaðamanna segir hún meðal annars: „Eins og þið vitið er öryggi blaðamanna ofarlega á minni dagskrá. Enn viðgengst það að ofbeldi gegn blaðamönnum er látið órannsakað og fyrir það er ekki refsað. Þessu verður að linna.“  Til þess að auðvelda aðildarríkjum að takast á við og vakta þessi ofbeldisbrot hefur skrifstofa fjölmiðla í OSCE tekið saman lista yfir blaðamenn sem drepnir hafa verið í ríkjum OSCE frá 1992 ásamt grundvallar uplýsingum um hvernig hefur gengið að rannsaka, saksækja og dæma þá sem ábyrgð á slíkum drápum bera.

Um samfélagsmiðla og „handan-sannleik“ (post-truth) kemur m.a. fram í skýrslunni  að  það komi ekki alveg á óvart að í tilraunum fyrirtækja eins og Faceboock séu viðbrögðin við falsfréttum þau að reyna að breyta algorythmum þannig að þeir finni og komi í veg fyrir birtingu tilbúinna frétta.  Það sé liður fyrirtækjanna í að lágmarka skaðann af  umræðunni upp á síðkastið. „En í því liggur líka önnur hætta,“ segir Mijatovi?. „Vegna þess að í raun getur þetta gert tjáningarfrelsinu meira ógagn en nokkur lygi getur gert, hversu skaðleg sem sú lygi kann að vera,“ segir hún enn fremur.  Bendir hún á að fyrir utan vandamálið sem felst í því að skilja á milli sannleika, skoðana og lygi þá sé það í sjálfu til þess fallið að skaða okkur öll eitthvað þegar hugmyndir og skoðanir eru útilokaðar eða jafnvel gerðar glæpsamlegar. „Og í dag horfum við upp á saksóknir á grundvelli stjórnsýslu- og hegningarlaga vegna virkni á samfélagsmiðlum sem fela í sér að einhverjir hafa brugðist við einhverju sem sagt hefur verið á samfélagsmiðlum (að deila, endurbirta, hlekkja við, líka við eða skrifa ummæli). Slík refsigleði stuðlar að  umhverfi ótta að mati Mijatovi? sem segir að þetta geti þróast yfir í beina ritskoðun sem í framhaldinu framkalli sjálfsritskoðun.  „Við skulum ekki fara offari í viðbrögðum okkar við fölskum fréttum og byggja  enn einn vegginn – að þessu sinni vegg í kringum Internetið“,  segir Mijatovi? í skýrslu sinni.