NYT: Milljón áskrifendur á vefnum

 Svo virðist sem gjaldtaka fyrir afnot af vefmiðlum sé að virka vel í sumum tilfellum að minnsta kosti. New York Times hefur nú fengið meira enn 1 milljón áskrifendur á netinu eftir að miðillinn hóf að rukka með skilyrtum hætti fyrir áskrift að vefsvæði sínu fyrir fjórum árum. Mark Thomson aðalforstjóri of stjórnarformaður fyrirtækisins segir að þetta marki mikil tímamót vefmiðlun þeirra, en frá 2011 hefur þessi þáttur starfseminnar verið mikilvægur vaxtarbroddur. „Þetta gefur okkur alveg einstaka stöðu meðal alþjóðlegra fréttamiðla í dag,“ segir Thompson.

Sjá einnig hér