Nýr kjarasamningur kynntur

Nýjasti aðalkjarasamningur BÍ var undirritaðir við Samtök atvinnulífsins þann 19. maí 2024 og eru nú til kynningar fyrir félagsmenn. Fulltrúar BÍ hafa í gær og í dag heimsótt þá vinnustaði sem nýr aðalkjarasamningur BÍ og SA nær til. Samningurinn tekur, lögum samkvæmt, gildi strax við undirritun.

Aðalkjarasamningur SA og BÍ gildir fyrir félagsmenn starfandi á miðlum Árvakurs, Sýnar og RÚV, auk félagmanna starfandi á miðlum sem ekki eru með sérsamning. Einnig var undirritaður kjarasamningur FF og RÚV gildir fyrir félagsmenn BÍ á RÚV sem taka kjör eftir samningi FF.

Atkvæðagreiðsla um nýjan samning í næstu viku

Félagar BÍ á ofangreindum miðlum greiða atkvæði um nýjan kjarasamning í rafrænni atkvæðagreiðslu sem stendur frá kl. 12, þriðjudaginn 28. maí til kl. 12, föstudaginn 31. maí og verður auglýst sérstaklega.

BÍ er að auki með sérkjarasamning við miðla Sameinaða útgáfufélagsins (Heimildin), Myllusetur (Viðskiptablaðið), Bændasamtökin (Bændablaðið) og Torg (nú DV.is). Viðræður við fulltrúa þeirra miðla standa yfir um nýja samninga sem byggjast á grundvelli nýs aðalkjarasamnings.

Nánari upplýsingar um nýja kjarasamninga og kynningar er að finna hér.