Nýliðastund BÍ

Mynd úr vitundarherferð BÍ um blaðamennsku 2024
Mynd úr vitundarherferð BÍ um blaðamennsku 2024

Blaðamannafélag Íslands býður blaðamönnum sem eru að hefja eða hafa nýlega hafið störf hjá einhverjum af miðlum landsins á nýliðastund í húsakynnum félagsins í Síðumúla 23 frá kl 17:00 fimmtudaginn 6. júní. Reyndari blaðamenn sem þyrstir í endurmenntun eru einnig velkomnir.

M.a. verða haldnar snarpar kynningar um hlutverk blaðamannsins, siðareglur og kjarasamningsbundin réttindi. Reynsluboltinn Heimir Már Pétursson deilir því með þátttakendum hvað hann vildi að hann hefði vitað þegar hann var að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku og Agnar Már Másson, blaðamaður Mbl, deilir reynslu sinni af fyrsta árinu í blaðamennsku. Boðið verður upp á léttar veigar og veitingar.

Skráning á viðburðinn