Nurembergyfirlýsing um öryggismál

Spurningin um hvernig hægt sé að gera blaðamennsku að öruggari starfsgrein á tímum sívaxandi ofbeldis gegn fjölmiðlafólki var á dagskrá hjá yfirstjórn Alþjóða blaðamannasambandsins á fundi í Nuremberg í Þýskalandi í síðustu viku.

Á fundinum sagði Jim Boumelha, formaður IFJ, meðal annars að þörf væri á einhvers konar áætlun sem gengi lengra en einfaldlega að mótmæla ofbeldi gegn fjölmiðlafólki, til þess að snúa við því skelfingarástandi sem nú væri til staðar. Hann benti á að ástandið í dag væri ekki eingöngu ógn við blaðamennina sjálfa, heldur væri verið að vega að rétti fólks til að fá nákvæmar og réttar upplýsingar.

“Of margir blaðamenn deyja í dag á meðan þeir eru að afla frétta úr umhverfi sínu og samfélagi á friðartímum,” sagði Boumelha. Hann bætti því við að um allan heim ætti fólk að eiga rétt á óritskoðuðum upplýsingum og frelsi fjölmiðla væri mikilvæg mannréttindaspurning.

Forusta IFJ fékk til liðs við sig á fundinn fjölda sérfræðinga í öryggismálum og voru öryggismál blaðamanna rædd og skoðuð út frá ýmsum hliðum. Niðurstaðan verður síðan birt í sérstakri yfirlýsingu sem gefin verður út á næstunni og þar mun að finna tillögur og áætlun til úrbóta. Yfirlýsingin mun fá yfirskriftina “Nurembergyfirlýsingin”