Noregur: Tekist á um myndatökur á hljómleikum

Roy Tore Jensen, sem vinnurhjá TV2 tók þessa mynd á farsíma og birtist myndin í Bergens Tidene
Roy Tore Jensen, sem vinnurhjá TV2 tók þessa mynd á farsíma og birtist myndin í Bergens Tidene

Gamalkunnug deila milli fjölmiðla og tónleikahaldara kom upp í Bergen í Noregi fyrr helgi, en þá vildi Robbie Williams takmarka aðgnang blaðaljósmyndara að kosnserti sínum í borginni. Um 22 þúsund manns sóttu konsertinn, en ljósmyndurum stóð til toða að kaupa sér miða og mynda með takmörkuðum hætti.  

Fjölmiðlar létu sér þetta ekki líka og bentu á að verið væri að takmarka með óeðlilegum hætti aðgang að almennum viðburði í almannarými  sem hefði á margan hátt þýðingu fyrir almannahag.  Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þekktar stjörnur reyna að banna myndatökur á tónleikum, það hefur raunar verið nokkuð algengt, en þó minnkað verulega undanfarin ár eftir tilkomu farsímamyndavéla.  Er þá hugmyndin að stjörnurnar og/eða tónleikahaldararnir sætu einar að hugsanlegum tekjum af myndum.

Hér áður var algent að fjölmiðlar brygðust við með því að hunsa tónleikana, en í þetta sinn brugðust menn við með því að dekka þá með hjálp almennings vopnuðum farsímum. Raunar leigði Bergens Tidene líka þyrlu til að taka myndir úr með aðdráttarlinsu og óskaði líka eftir því að tónleikagestir sendu blaðinu myndir.  Úr þessu varð heilmikil dekkun, sem sniðgekk með öllu hugmyndir tónleikahaldara. Í Noregi telja blaðamenn og fjölmiðlaáhugfólk þessar tilraunir til myndabanns úreltar með öllu og stríða gegn prentfrelsi og eðlilegri umfjöllun um stórviðburð þar sem þúsundir eru samankomnar á litlu svæði.

Sjá nánar hér