Noregur: Staðbundið, landsdekkanki og alþjóðlegt allt í sama blaði

Eirik Hoff Lysholm
Eirik Hoff Lysholm

Rekstrargrundvöllur fjölmiðla, ekki síst dagblaða, hefur sjaldan eða aldrei verið eins brothættur og nú. Þetta á við um um dagblaðastarfsemi víða um heim og hafa menn í óða önn verið að leita að leiðum til að treysta reksturinn með misjöfnum árangri. Í Noregi er nú að fara af stað athyglisverð tilraun um rekstur á prentmiðli þar sem Dagsavisen hyggst nú samaeina undir einum hatti nokkur staðbundin blöð og bjóða upp á heilstætt dagblað undir merkjum Dagsavisen Östfold.  Dagsavisen hefur nú þegar undir sínum merkjum nokkur staðbundin blöð og er raunar þekkt fyrir sínar staðbundnu útgáfur.

Nú hefur aðalritstjórinn Eirik Hoff Lysholm semsagt tilkynnt um nýtt átak og nýja sýn þar sem hann sér fyrir sér að blaðið – í mismunandi útgáfum eftir stöðum - muni nú „færa lesendum sínum allt það mikilvægasta sem er að gerast alþjóðlega, á landsvísu og staðbundið heim í póstkassann í einu og sama blaðinu.“   Hann kveðst hafa trú á að blaðamennska eigi framtíð fyrir sér og með því að setja saman í einn pakka bæði staðbundið, landsdekkandi og alþjóðlegt efni skapist sóknarfæri fyrir prentmiðilinn.  Fólk sem ekki hafi áhuga á landsdekkandi efni  geti þá bara flett yfir í staðbundna efnið á meðan þeir sem ekki hafa hug á staðbundnu geti sleppt því og farið beint í landsdekkandi og erlent efni.  semsagt tilkynnt um nýtt átak og nýja sýn þar sem hann sér fyrir sér að blaðið – í mismunandi útgáfum eftir stöðum - muni nú „færa lesendum sínum allt það mikilvægasta sem er að gerast alþjóðlega, á landsvísu og staðbundið heim í póstkassann í einu og sama blaðinu.“ 

Hann kveðst hafa trú á að blaðamennska eigi framtíð fyrir sér og með því að setja saman í einn pakka bæði staðbundið, landsdekkandi og alþjóðlegt efni skapist sóknarfæri fyrir prentmiðilinn.  Fólk sem ekki hafi áhuga á landsdekkandi efni  geti þá bara flett yfir í staðbundna efnið á meðan þeir sem ekki hafa hug á staðbundnu geti sleppt því og farið beint í landsdekkandi og erlent efni.

Sjá einnig hér