Noregur: Rætt um að þrengja lögsögu siðanefndar

Athyglisverð umræða er nú farin af stað í Noregi um það hversu víðtækt umboð og lögsaga norsku siðanefndarinnar á að vera. Á stjórnarfundi í norska Blaðamannafélaginu í mars næst komandi mun verða tekið á dagskrá hvort ástæða sé til að hætta að fjalla um mál sem óhefðbundnir miðlar, þ.e. miðlar þar sem starfsmenn tilheyra ekki Blaðamannafélaginu eigi að falla utan lögsögu siðanefndarinnar og þar með verði ekki hægt að vísa klögumálum vegna þessara miðla þangað.  Talsverð aukning slíka mála hefur komið fyrir nefndina og var það kveikjan að þessari umræðu. Skiptar skoðanir eru um  þessar hugmyndir og óttast sumir að þetta kunni að grafa undan hugmyndinni um sjálfseftirlit blaðamanna á meðan aðrir benda á að þetta muni einmitt verða til þess að skerpa á muninum á milli blaðamennsku annars vegar og bloggs eða upplýsinga sem ekki eru byggðar á faglegri blaðamennsku. Málið var tekið upp í norska blaðinu Klassekampen   

Sjá umfjöllun Klassekampen hér