Námskeið í rannsóknarblaðamennsku í Tékklandi

Transitions Online (TOL),( www.tol.org ) eru félagasamtök sem beina athygli sinni að fréttamiðlum í 29 fyrrum kommúnistaríkjum í Austur – Evrópu. Þessi samtök beita sér sérstaklega fyrir framgangi rannsóknarblaðamennsku í fjölmiðlum í þessum löndum.

Í janúar mun TOL í samstarfi við Miðstöð rannsóknarblaðamennsku í Tékklandi beita sér fyrir viku námskeiði í rannsóknarblaðamennsku sem opið er áhugasömum blaðamönnum alls staðar að úr Evrópu. Á námskeiðinu verður farið sérstaklega í efnahagsbrot og glæpi tengda fjármálum og viðskiptalífinu og hvernig hægt er að rannsaka slíkar fréttir í gegnum heimildir og gögn á netinu. Þeir sem koma á námskeiðið fá þjálfun í þessum vinnubrögðum og geta rannsakað tiltekin mál sem nýst geta til birtingar í þeim fjölmiðlum sem viðkomandi eru í tengslum við.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér og í leiðinni er rétt að minna á Endurmenntunarsjóð BÍ sem gæti styrkt félagsmenn eitthvað til að fara á námskeið af þessu tagi.