Námskeið: Gagnablaðamennska með Helenu Bengtsson (Guardian)

Gögn eru í tísku. Í þeim leynast upplýsingar og aðgangur að þeim þykir til marks um opna stjórnsýslu og lýðræðislega hætti. Aldrei hefur verið jafnmikið af gögnum til að vinna úr. Talið er að 92% allra gagna (data) sem til eru frá upphafi hafi orðið til á undanförnum tveimur árum. Snjalltækið sem við göngum flest með í vasanum safnar gögnum (hreyfingu, staðsetningu, ) á hverjum degi. 120 billjónum "gagna" er bætt við Facebook í hverjum mánuði og 72 klukkustundum af myndefni er bætt við YouTube á hverri mínútu. Allt eru þetta gögn - rétt eins og hagtíðindi eða töflur um umferðarslys, ársskýrslur stórfyrirtækja og upplýsingar um frammistöðu íþróttafólks. En þessi gögn eru gagnslítil sé ekki unnið úr þeim, þau skýrð og ályktanir dregnar. Fréttin er falin nema unnið sé úr gögnunum.
Af þessum sökum hafa á undanförnum árum rutt sér til rúms gagnafréttamenn (e. data journalists), sem hafa þekkingu og áhuga á að finna fréttina sem kemur almenningi við og kunna að setja hana fram með þeim hætti að dauðlegir skilji.

Mánudaginn 29. febrúar kynnir Helena Bengtsson, sem starfar í gagnateymi the Guardian í London, grunnatriði gagnablaðamennsku.  Námskeiðið er vegum á meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku, Blaðamannafélags Íslands, og RÚV  og verður í sal BÍ, Síðumúla 23, frá kl. 13-16.

Áhugasamir þurfa að hafa með sér tölvu. Einnig er mælt með því að fólk kynni sér 
a.m.k. fyrstu tvo kafla Data Journalism Handbook<http://datajournalismhandbook.org/1.0/en/>.
Á youtube má einnig finna fjölda myndskeiða með kynningu og leiðbeiningum sem gott er að skoða áður en mætt er
https://www.youtube.com/watch?v=i9-oFBAd0Xs
https://www.youtube.com/watch?v=xtyl2zBegtY
https://www.youtube.com/watch?v=y2o2fe2lCXI
https://www.youtube.com/watch?v=QTFPrQzcKUk