Námskeið fyrir blaðamenn í Oxford

Auglýst hefur verið að starfandi blaðamönnum standi til boða  námskeið frá Reuters Institute til dvalar í Oxford á Englandi. Þessu námskeiði geta fylgt einhverjir styrkir, en það er einnig hugsað  til þess að blaðamenn á miðjum starfsferli geti tekið sér leyfi frá störfum í 3- 9 mánuði. Ætlast er til að umsækjendur hafi minnst fimm ára reynslu af störfum í einhvers konar blaðamennsku og séu góðir í að tala og skrifa á ensku.  Þátttakendum er gefið tækifæri til að skoða með gagnrýnum hætti blaðamennskufagið og rannsaka eitthvert það viðfangsefni sem þeir kjósa undir leiðsögn  fræðimanns sem er sérfræðingur á því sviði. Samhliða gefst tækifæri til að anda að sér menningarstraumum og lifsgildum sem einkenna hinn fornfræga Oxfordháskóla.   Umsóknarfrestur er til loka janúar 2015.

Sjá nánar hér