Myndir ársins 2014

Mynd ársins á Sigtryggur Ari Jóhannsson
Mynd ársins á Sigtryggur Ari Jóhannsson

Mynd árins  að mati dómnefndar Myndar ársins sýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands á Sigtryggur Ari Jóhannsson. Sýning Blaðaljósmyndarfélagsins sem opnuð var um helgina stendur nú yfir í Gerðarsafni í Kópavogi.  Í rökstuðningitómnefndar um mynd ársins, sem raunar var einnig valin fréttamynd ársins segir:   

„Þessi mynd getur ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Viðfangsefnið ber traust til ljósmyndarans svo úr verður persónuleg túlkun á aðstæðum. Maðurinn er veikbyggður  og viðkvæmur en augnaráð hans er grípandi og sterkt. Tómleikinn í kringum hann sýnir þann fábrotna raunveruleika og mikla óöryggi sem hælisleitendur á Íslandi búa við. Myndin minnir okkur á þær áskoranir sem hælisleitendur mæta í þeim löndum sem þeir leita til og hefur myndefnið því einnig skírskotun til alþjóðlegs vandamáls.“

Sjá allar myndir og frekari umfjöllun  hér