Miklu fleiri fréttir jákvæðar en neikvæðar hjónabandi samkynhneigðra í BNA

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á dögunum sem kunnugt er að samkynhneigðir geti í raun gegnið í hjónaband og þannig var snúið við niðurstöðu sem fram hafði komið í nokkrum ríkjum BNA. Á tímabilinu sem Hæstiréttur var með málið til meðferðar og umfjöllunar birtust mun fleiri fréttir sem voru jákvæðar gagnvart því að samkynhneiðgðir gætu gengið í hjónaband en fréttir sem voru neikvæðar gagnvart því. Þetta kemur fram í nýlegri könnun frá PEW rannsóknarstofnuninni. Fréttir þar sem fullyrðingar sem voru fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra voru áberandi voru 5 sinnum fleiri en fréttir með fullyrðingum þar sem slíkum hjónaböndum var andmælt. Í flestum þeim fréttum sem fjölluðu jákvætt um hjónabönd samkynhneigðra var vísatð til borgaralegra réttinda fólks.

Sjá meira hér