Met í fangelsun blaðamanna í ár

 Fangelsun blaðamanna og ritstjóra sem eru gagnrýnir á stjórnvöld vítt um heiminn hefur náð nýjum hæðum á þessu ári. Ástæðan er að hluta til sú að stjórnvöld í fjölmörgum löndum hafa beitt fyrir sig löggjöf um hryðuverk og annari löggjöf sem á að vera til varnar hagsmunum ríkisins. Þetta er megin niðurstaðan úr skýrslu sem Committee to Protect Journalists hefur birt.

 Sjá skýrsluna hér