Margir evrópskir blaðamenn búa við ógn, einelti og ótta

Könnun sem gerð var með stuðningi Evrópuráðsins og náði til 940 blaðamanna í aðildarríkjunum 47 auk Hvíta-Rússlands sýnir að blaðamenn í Evrópu verða iðulega fyrir alvarlegum og tilefnislausum aðdróttunum eða truflunum við störf sín – sem birtist meðal annars í formi ofbeldis, ótta eða sjálfs-ritskoðunar.

Um þriðjungur svarenda (31%) sagðist hafa orðið fyrir líkamlegri árás á síðast liðnum þremur árum. Algengasta “truflunin” eða inngripið sem blaðamenn nefndu eða um 69% þeirra, var sálrænt ofbeldi svo sem niðurlæging, ógnanir hótanir, slúður og ófrægingarherferðir.  Næst algengast (53%) var að blaðamennirnir nefndu einhvers konar net-einelti, einkum í formi ásakana um að vera hlutdrægur, eða persónulegra árása eða þá að rógur eða ófræging af einhverju tagi.  Í þriðja sæti var ógnun frá hagsmunagæsluhópum hvers konar (50%) og í fjórða sæti ógnanir frá pólitískum hópum(43%).

Það má lesa meira um þessa könnun hér