Kynning dómstólaráðs fyrir fjölmiðlamenn

Dómstólaráð stendur fyrir kynningarfundi með fjölmiðlum þar sem farið verður yfir hlutverk dómstólaráðs og dómstjóra ásamt ýmsu sem viðkemur starfsemi og regluverki dómstóla. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 30. Janúar í Dómhúsinu við Lækjartorg kl. 14-16.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Inngangur, hlutverk dómstólaráðs. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs.
2. Hlutverk dómstjóra. Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.
3. Málsmeðferðarreglur einka-og sakamála, frá þingfestingu til dómsuppkvaðningar. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs.
4. Dómar; refsing, refsiákvörðun, skilorðsdómar, reynslulausn ofl. Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness.
5. Reglur um birtingu dóma. Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness.
6. Fyrirspurnir.
7. Gengið um Dómhúsið við Lækjartorg.