Könnun á áhrifum fjárhagsþrýstings

Samtökin OpenDemocracy í samstarfi við Evrópusamband blaðamanna (EFJ) gangast um þessar mundir fyrir könnun meðal blaðamanna um það hvernig fjárhaglegur þrýstingur hefur áhrif á fréttir og mótar það sem kemst í fréttirnar og hvað ekki. Hugmyndin er að kortleggja hversu mikill þessi vandi er og hvernig hann birtist og er því leitað til starfandi blaðamanna. Hægt er að svara könnuninni bæði nafnlaust og – ef menn eru tilbúnir til þess – undir fullu nafni. Niðurstöðurnar verða síðan notaðar til að skerpa á áhersluatriðum um það hvernig hægt er að tryggja frjálsa fjölmiðlun.

Sjá könnun og umfjöllun hér