Kjarninn verður fréttavefur

Kjarninn hættir í dag að koma út sem stafrænt fréttatímarit en verðu þess í stað að fréttavef. Í tilkynningu frá Kjarnanum segir m.a.: " Í dag stígum við fyrsta skrefið í þeim breytingum með því að kynna til leiks nýjan og öflugan fréttavef Kjarnans. Á honum mun ritstjórn Kjarnans sinna daglegri fréttaþjónustu samkvæmt sömu viðmiðum og við höfum starfað eftir hingað til, með áherslu á gæði og dýpt. Og við ætlum að vera þrælskemmtileg líka.

Nýi fréttavefurinn mun bjóða upp á reglulegar fréttir af öllu því sem ritstjórn Kjarnans telur að skipti mestu máli hverju sinni á innlendum og erlendum vettvangi, daglegar fréttaskýringar, hlaðvörp, myndbönd, pistla, aðsendar greinar, fullt af föstum liðum og allskyns aðra skemmtilega efnisflokka. Áfram sem áður mun stór hópur vandaðra pistla- og greinahöfunda sjá okkur fyrir efni auk þess sem til stendur að fjölga þeim enn meira."

Sjá fréttavefinn kjarninn.is hér